Auglýst eftir þátttakendum

Ef auglýsa á eftir þátttakendum í rannsókn, t.d. í dagblöðum, hjá stofnunum, í lyfjaverslunum eða á netinu þá þarf afrit af auglýsingu að fylgja umsókn til VSN.

Í auglýsingu skulu eftirtalin atriði koma fram:

  • Bréfhaus/merki ("lógó") stofnunar sem rannsóknin tengist
  • Titill rannsóknar
  • Eðli rannsóknar í örfáum orðum
  • Rannsóknarsvið
  • Hverjum boðin er þátttaka
  • Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, titill, aðsetur og sími
  • Við hvern hafa skal samband til að fá frekari upplýsingar
  • Hvort greitt sé fyrir þátttökuna
  • Að þeir sem hafa samband við rannsakendur séu eingöngu að lýsa yfir áhuga á frekari upplýsingum en ekki skuldbinda sig til þátttöku