CIOMS

Council for International Organizations of Medical Sciences (CIOMS) er alþjóðlegt samstarf utan opinberra stofnana (NGO, non-profit). CIOMS var stofnað sameiginlega af Aljóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og UNESCO árið 1949.

CIOMS þjónar vísindalegum hagsmunum lífvísinda og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að innleiða siðfræðileg viðmið og leiðbeiningar í rannsóknum. Þessar leiðbeiningar fjalla m.a. um upplýst samþykki og notkun þess, viðmið fyrir eftirlit utanaðkomandi aðila með framkvæmd rannsókna, hvernig aflað er þátttakenda í rannsóknir ofl. Leiðbeiningarnar eru almennar og byggja á meginreglum siðfræði í lífvísindum.

Leiðbeiningarnar "International Ethical Guidelines for Biomedical Research Involving Human Subjects", sem eru stundum kallaðar CIOMS leiðbeiningarnar voru endurútgefnar 2016