Fleiri samstarfsaðilar - vinnuskjal við gerð umsóknar

Til hagræðis fyrir umsækjendur sem vinna með einum eða fleiri samstarsaðilum hefur verið sett á heimasíðuna vinnuskjal sem er eins að uppbyggingu og umsóknareyðublað Vísindasiðanefndar á Eyðublaðavef stjórnarráðsins. Hlekkur að þessu vinnuskjali er undir flipanum Umsóknir/Almenn umsókn

Þetta vinnuskjal geta fleiri notað, skipt verkum á milli og kastað því á milli sín og unnið það áfram uns allir eru sáttir. Þegar vinnuskjalið er fullgert þarf ábyrgðarmaður verkefnisins eða fulltrúi hans, síðan að opna eyðublaðavefinn, skv leiðbeiningunum á umsóknarsíðunni, og færa efni úr vinnsluskjalinu í viðeigandi reiti á vefeyðublaðinu. Munið að vista vefeyðublaðið amk á klukkustundarfresti – helst oftar.

Athugið að útfyllt vinnuskjal er ekki fullgild umsókn til Vísindasiðanefndar.