Forsíða

29. apríl 2015 - 10:00

400. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí. Nýjar fullbúnar umsóknir ásamt öllum fylgiskjölum, þar með talin leyfi fyrir aðgangi að gögnum og lífsýnum, svo og viðbætur við áður heimilaðar rannsóknir, verða tekin á dagskrá nefndarinnar í þeirri röð sem þau berast  þegar lokið er aðkomu Persónuverndar sbr. 13. gr laga nr. 44, 2014. 

27. apríl 2015 - 10:00

Af óviðráðanlegum ástæðum verður skrifstofa Vísindasiðanefndar lokuð til kl 13, mánudaginn 27. apríl. Gögnum má skila í afgreiðslu nefndanna á 2. hæði í Hafnarhúsinu.

22. apríl 2015 - 15:15

Vísindasiðanefnd hefur tekið í notkun rafrænar og pappírslaus umsóknar "eyðublöð". Leiðbeiningar er að finna undir hlekknum "Almennar umsóknir". Til þess að nota umsóknargáttina "Mínar síður hjá stjórnarráðinu þarftu rafræn skilríki, íslykil eða kennitölu og sérstakt aðgangsorð. Hvorki þarf að skila pappírseintökum umsóknar né af fylgiskjölum. Innskönnuð fylgiskjöl er hægt að hengja við rafrænu umsóknina.

8. apríl 2015 - 12:00

399. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl 15. Vinsamlega athugið að eftir að umsókn berst nefndinni er hún send til athugunar hjá Persónuvernd og getur slík athugun tekið allt að 10 virka daga. Gögn fyrir fundi nefndarinnar eru send nefndarmönnum viku fyrir fund. Fundir nefndarinnar fram á sumar verða sem hér segir: 19. maí, 9. júní og 30. júní.

31. mars 2015 - 15:45

Miðvikudaginn 1. apríl 2015 verður skrifstofa Vísindasiðanefndar lokuð. Athugið að gögn fyrir fund nefndarinnar 28. apríl þurfa að berast sem fyrst.

Pages