Forsíða

8. apríl 2015 - 12:00

399. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl 15. Vinsamlega athugið að eftir að umsókn berst nefndinni er hún send til athugunar hjá Persónuvernd og getur slík athugun tekið allt að 10 virka daga. Gögn fyrir fundi nefndarinnar eru send nefndarmönnum viku fyrir fund. Fundir nefndarinnar fram á sumar verða sem hér segir: 19. maí, 9. júní og 30. júní.

31. mars 2015 - 15:45

Miðvikudaginn 1. apríl 2015 verður skrifstofa Vísindasiðanefndar lokuð. Athugið að gögn fyrir fund nefndarinnar 28. apríl þurfa að berast sem fyrst.

18. mars 2015 - 12:00

Lagfærð eyðublöð er nú að finna á heimsíðu nefndarinnar undir kaflanum Umsóknir. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja nýtt eyðublað á heimasíðuna í hvert sinn sem sótt er um heimild til nefndarinnar.

18. mars 2015 - 12:00

398. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn  þriðjudaginn 7. apríl 2015. Vegna páskahelgarinnar er umsækjendum bent á að senda umsóknir eins fljótt og unnt er vegna reglunnar um 10 virka daga fyrir yfirferð Persónuverndar.

17. mars 2015 - 11:45

Þess er farið á leit að þegar sækja skal um til Vísindasiðanefndar þá verði alltaf sótt ný útgáfa af umsóknareyðublaðinu. Eldri útgáfur eru gallaðar og valda vandræðum við yfirferð. Slík vandræði geta seinkað afgreiðslu.

Pages