Forsíða

17. mars 2015 - 11:45

Þess er farið á leit að þegar sækja skal um til Vísindasiðanefndar þá verði alltaf sótt ný útgáfa af umsóknareyðublaðinu. Eldri útgáfur eru gallaðar og valda vandræðum við yfirferð. Slík vandræði geta seinkað afgreiðslu.

24. febrúar 2015 - 14:15

397. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 17. mars. Til þess að umsókn komist á dagskrá fundarins er umsækjendum ráðlagt að senda fullgerðar umsóknir sínar, ásamt fylgikjölum til VSN ekki síðar en mánudaginn 2. mars. VSN sendir umsóknir til Persónuverndar sem hefur skv lögum 10 virka daga (14 vikudaga) til þess að ákveða hvort umsókn verði tekin til frekari skoðunar.

5. febrúar 2015 - 14:45

Næsti fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15. Lokaskilafrestur nýrra umsókna og viðbóta fyrir þennan fund er 6. febrúar. Telji Persónuvernd ástæðu til frekari skoðunar á umsókn á þeim 10 dögum sem stofunin hefur til þess að ákveða það, frestast afgreiðsla Vísindasiðanefndar sem því nemur.

3. febrúar 2015 - 15:00

395. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 3. febrúar kl 15. Frestur til að skila nýjum umsóknum er liðinn. Næsti fundur verður haldinn 24. febrúar.

20. janúar 2015 - 13:45

Vakin er athygli á að þegar umsókn eða viðbót við áður heimilaða rannsókn berst Vísindasiðanefndar er hún send  til Persónuverndar sem hefur 10 virka daga til þess að ákveða hvort ástæða sé til frekari athugunar á umsókninni. Þetta þýðir að umsækjandi þarf að senda Vísindasiðanefnd fullgerða umsókn sína með öllum fylgiskjölum og leyfum ekki síðar en 14 virkum dögum fyrir auglýstan fund.

Pages