Forsíða

18. mars 2015 - 12:00

Lagfærð eyðublöð er nú að finna á heimsíðu nefndarinnar undir kaflanum Umsóknir. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja nýtt eyðublað á heimasíðuna í hvert sinn sem sótt er um heimild til nefndarinnar.

18. mars 2015 - 12:00

398. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn  þriðjudaginn 7. apríl 2015. Vegna páskahelgarinnar er umsækjendum bent á að senda umsóknir eins fljótt og unnt er vegna reglunnar um 10 virka daga fyrir yfirferð Persónuverndar.

17. mars 2015 - 11:45

Þess er farið á leit að þegar sækja skal um til Vísindasiðanefndar þá verði alltaf sótt ný útgáfa af umsóknareyðublaðinu. Eldri útgáfur eru gallaðar og valda vandræðum við yfirferð. Slík vandræði geta seinkað afgreiðslu.

24. febrúar 2015 - 14:15

397. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 17. mars. Til þess að umsókn komist á dagskrá fundarins er umsækjendum ráðlagt að senda fullgerðar umsóknir sínar, ásamt fylgikjölum til VSN ekki síðar en mánudaginn 2. mars. VSN sendir umsóknir til Persónuverndar sem hefur skv lögum 10 virka daga (14 vikudaga) til þess að ákveða hvort umsókn verði tekin til frekari skoðunar.

5. febrúar 2015 - 14:45

Næsti fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15. Lokaskilafrestur nýrra umsókna og viðbóta fyrir þennan fund er 6. febrúar. Telji Persónuvernd ástæðu til frekari skoðunar á umsókn á þeim 10 dögum sem stofunin hefur til þess að ákveða það, frestast afgreiðsla Vísindasiðanefndar sem því nemur.

Pages