Forsíða

6. janúar 2015 - 9:15

Vegna gildistöku nýrra laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 stendur nú yfir endurskoðun efnis á heimasíðu Vísindasiðanefndar.  Lögð er áhersla á að klára breytingar á íslensku efni síðunnar og í framhaldinu verður tekið til við lagfæringar á ensku útgáfunni. Notendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þeir kynnu að verða fyrir af þessum sökum. Skapist vandi af þessu tilefni eru notendur beðnir að snúa sér til skrifstofu nefndarinnar.

2. janúar 2015 - 11:45

Um leið og rannsakendum eru þökkuð góð og ánægjuleg samskipti á nýliðnu ári viljum við vekja athygli á því að í tengslum við gildistöku nýrra laga eru komin ný og breytt eyðublöð fyrir umsóknir til Vísindasiðanefndar (sjá undir flipanum Umsóknir). Eftir 1. janúar 2015 verður ekki tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum.  

17. desember 2014 - 12:30

Ábyrgðarmönnum rannsókna sem Vísindasiðanefnd hefur heimilað er bent á eftirfarandi bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 44/2015 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem taka gildi um áramótin 2014-15.

Um leyfisveitingu fyrir vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, sem berast fyrir gildistöku laga þessara, fer samkvæmt ákvæðum eldri laga og reglugerða. Frá gildistöku laga þessara gilda lög þessi um allar vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, einnig þær sem samþykktar voru á grundvelli eldri laga og reglugerða og er ólokið.

16. desember 2014 - 14:30

394. fundur Vísindasiðanefndar verður haldinn þriðjudaginn 13. janúar 2015, kl 15, að Tryggvagötu 17. Skila þarf gögnum fyrir fundinn ekki síðar en mánudaginn 5. janúar.

1. desember 2014 - 13:45

Ákveðið hefur verið að halda aukafund Vísindasiðanefndar þann 16. desember 2014. Skilafrestur fyrir nýjar umsóknir er til föstudags 5. desember, en svör og viðbætur við áður heimilaðar rannsóknir berist ekki síðar en þriðjudaginn 9. desember.

Næst fundar Vísindasiðanefnd þriðjudaginn 13. janúar 2015.

Pages