Fundir VSN síðari hluta árs 2018.

Síðari hluta ársins 2018 fundar Vísindasiðanefnd sem hér segir: 28. ágúst, 11. og 25. september, 9. og 23. október, 6. og 20. nóvember og 4. desember.

Þegar fullbúin umsókn, ásamt öllum fylgigögnum þar með talin leyfi skráarhaldara og ábyrgðarmanna lífsýnasafna, berst VSN er hún send þaðan til Persónuverndar sem hefur 10 virka daga til að að ákveða hvort umsókn verði tekin til frekari athugunar. Ákveði Persónuvernd að taka umsókn til frekari athugunar lengist afgreiðslufrestur Vísindasiðanefndar sem því nemur. 

Eftir að niðurstaða Persónuverndar liggur fyrir verður umsóknin tekin á dagskrá Vísindasiðanefndar eins fljótt og verða má.

Svar við útsendum athugasemdum Vísindasiðanefndar þurfa að berast 8 dögum fyrir næsta fundardag.