Greiðslur

(Neðanmáls er tengill á texta sem fjallar um greiðslur fyrir þátttöku í rannsóknum.)

Í umræðu um vísindasiðfræði er fjallað um greiðslu eða þóknun vegna þátttöku í rannsóknum. Annars vegar er  rætt um greiðslur til rannsakenda frá bakhjörlum rannsókna og hins vegar greiðslur til þátttakenda sem umbun fyrir þátttöku. Í meðfylgjandi texta (sjá neðst á þessari síðu) er einkum fjallað um það síðarnefnda. Vikið er að fjölmörgu sem ýmist mælir með greiðslum eða á móti, en þessum atriðum er öllum sammerkt að þau geta haft áhrif á ákvörðun um þátttöku í rannsóknum.

Mikilvægt er að rannsakendur virði sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga: Eru þátttakendur háðir rannsakendum? Er þýðið viðkvæmt? Er umbun í boði svo há að líklegt sé að hugsanlegir þátttakendur tækju áhættu sem þeir ekki tækju ella?  Hefur greiðsla áhrif á hverjir veljast til þátttöku (bjögun þýðis)? Hefur greiðsla áhrif á vísindaleg gæði þeirra gagna sem aflað er í rannsókn? Getur verið um hagsmunaárekstra að ræða?

Almennt er viðurkennt að réttmætt sé að greiða fyrir tíma þátttakenda og endurgreiða útlagðan kostnað sem verður rakinn til þátttökunnar, og að þess sé gætt að umbun eða þóknun sem er í boði hafi ekki bein áhrif á ákvörðun um þátttöku, t.d. þannig að þátttakandi taki meiri áhættu eða leggi á sig óþægindi sem ella hefði ekki verið gert. Málið er hins vegar flóknara en svo.

Um greiðslur: /sites/default/files/pdf_skjol/borgunvthattoeku.pdf