Hlutverk Vísindasiðanefndar

Vísindasiðanefnd metur umsóknir um rannsóknir sem fyrirhugað er að gera á mönnum og varða heilsu þeirra. Rannsóknirnar beinast að sjúkdómum og greiningu þeirra, erfðum sjúkdóma, gerðar eru tilraunir með ný lyf eða nýjar aðferðir til að greina sjúkdóma, lækna þá eða lina þjáningar.