Leiðbeiningar Evrópuráðsins

Á Lífsiðfræðisíðu Evrópuráðsins er að finna margt sem varðar vísindasiðfræði á heilbrigðissviði, m.a. Oviedo-samþykktina og fleiri samþykktir og tilmæli varðandi notkun lífvísinda í læknisfræðilegum tilgangi. Íslendingar hafa undirritað flestar þessar samþykktir.

Hér er slóð að Vegvísi fyrir siðanefndir í rannsóknum. Þetta er rit sem samið var að tilhlutan Stýrinefndar Evrópuráðsins í lífsiðfræði (CDBI) og var samþykkt af nefndinni í desember 2010.

Þar sem Evrópuráðið er vettvangur fjölmargra ríkja þar sem siðfræðiumræða er komin bæði mun lengra en einnig skemmra á veg en hér á landi eru í skjalinu ýmis atriði sem ekki eiga við hér. Það er hins vegar fróðlegt að kynnast fyrirkomulagi hjá öðrum en okkur sjálfum. Ritið er gagnlegt þeim sem sitja í siðanefndum sem fjalla um rannsóknir og þeim sem stunda rannsóknir eða áforma vísindarannsóknir á heilbrigðissviði með þátttöku fólks.