Pappírslausar umsóknir

Rannsakendum er bent á að nú er hægt að senda umsóknir til Vísindasiðanefndar án þess að pappír komi þar við sögu. Umsóknareyðublöðin (Word-format) sem sett voru á heimasíðuna í byrjun árs verða tekin úr notkun fyrrhluta sumars. Leiðbeiningar um notkun nýju eyðublaðanna er að finna í upplýsingum um umsóknir til nefndarinnar á þessari heimasíðu. Nota þarf rafræn skilríki eða íslykil.