Rafræn skil umsókna

Ágætu viðskiptavinir.

Af óviðráðanlegum ástæðum dregst að unnt verði að skila umsóknum til Vísindasiðanefndar einungis á rafrænu formi. Við væntum þess að taka upp rafræn skil innan ársfjórðungsins. Umsækjendur eru því beðnir að skila þremur undirrituðum umsóknum og fylgiskjölum svo sem verið hefur og einnig að senda skrifstofu nefndarinnar öll gögn sem til eru á tölvutæku formi.