Starf hjá Vísindasiðanefnd

 Vísindasiðanefnd óskar eftir sérfræðingi í hálft starf (50%).

Í starfinu felst að taka þátt í daglegum störfum á skrifstofu Vísindasiðanefndar m.a, undirbúningi funda, afgreiðslu mála, aðstoð við umsækjendur, samskipti við ýmsa aðila og öflun upplýsinga og vinnu að eftirliti með framkvæmd verkefna sem Vísindasiðanefnd hefur samþykkt.

Starfsmaðurinn skal hafa háskólapróf sem nýtist í starfi, geta sýnt frumkvæði og hafa góða kunnáttu í skjalavistun og notkun Office hugbúnaðarins. Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og kunnátta einu norrænu tungumáli er kostur. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um starfið.

Laun verða greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Vísindasiðanefnd hefur það hlutverk að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum.

Umsóknarfrestur er til 21. desember. Umsókn ásamt nauðsynlegum fylgigögnum má ssenda með tölvupósti á póstfangið: vsn@vsn.is.

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Baldursson, framkvæmdastjóri, sími 551 7100