Tryggingar

Í 5. gr. reglugerðar um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum, nr. 433/2004, með áorðnum breytingum er gerð eftirfarandi krafa um tryggingar þátttakenda í klínískum lyfjarannsóknum sem fram fara á Íslandi: .

"Þátttakendur í klínískri lyfjarannsókn skulu vera tryggðir á fullnægjandi hátt fyrir hugsanlegu heilsutjóni vegna rannsóknarinnar.
Aðalrannsakandi, eða eftir atvikum rannsakandi, er ábyrgur fyrir því að fullnægjandi tryggingar séu fyrir hendi." 

Í  1 gr. í lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu segir: Þeir sem gangast undir læknisfræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdómsgreiningu eða meðferð á sjúkdómi þess er í hlut á eiga sama rétt og sjúklingar samkvæmt lögum þessum nema annars sé getið sérstaklega.

Í 4. gr  segir hins vegar að bætur nái ekki til tjóns sem rekja má til eiginleika lyfs sem notað er í rannsókn.

Af þessari ástæðu gerir Vísindasiðanefnd þá kröfu til rannsakenda að þeir kaupi sérstaka tryggingu fyrir þátttakendur í klínískri lyfjarannsókn þar sem skilmálarnir eru þannig að um sé að ræða hlutlæga ábyrgð án sakar. Þá skuli þátttakendur leitað réttar síns fyrir íslenskum dómstólum.