Vísindarannsóknir

Vísindarannsókn á heilbrigðissviði er rannsókn sem gerð er til að auka við þekkingu sem m.a. gerir kleift að bæta greiningu sjúkdóma, bæta heilsu þátttakenda, lina þjáningar og lækna sjúkdóma".

Almennt gildir að rannsókn er leyfisskyld ef eitt eða fleiri neðangreind atriði eiga við um hana:

  1. Vísindarannsókn felur í sér upplýsingasöfnun sem fyrst og fremst er gerð vegna rannsóknarinnar í þeim tilgangi að afla nýrrar þekkingar. Upplýsingaöflun, sem ekki er eingöngu stofnað til í þágu þjónustu eða umbóta, telst vísindarannsókn.
  2. Vísindarannsókn fylgir skilgreindu rannsóknarferli (research process).
  3. Vísindarannsókn getur falið í sér íhlutun/inngrip/þátttöku/óþægindi/ónæði fyrir þátttakendur/sjúklinga og/eða aðstandendur.
  4. Rannsakendur vinna með sjúklinga eða sjúkraskrár sem eru ekki í þeirra umsjón. Um aðgang að slíkum gögnum er sótt til Vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna og er aðgangur háður samþykki framkvæmdastjóra lækninga, yfirlæknis sjúkrahúss eða stjórnanda starfsstöðvar, svo sem við á, á grundvelli laga nr. 55/2009, um sjúkraskrár, að fenginni heimild Persónuverndar. Sá læknir sem ber ábyrgð á meðferð sjúklinga, að jafnaði lækningaforstjóri eða yfirlæknir á stofnun, ber í öllum tilvikum ábyrgð á aðkomu rannsakenda að gögnum um þátttakendur. Ábyrgð á lífsýnum hvílir á stjórnendum lífsýnasafns.
  5. Sú vitneskja sem fæst með vísindarannsókninni er ætluð til birtingar, innanlands eða erlendis, á ráðstefnum eða í ritrýndum tímaritum.