Heilbrigðisþing 15. nóvember nk

Á heilbrigðisþinginu sem heilbrigðisráðherra boðar verður fjallað um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. 

 

 
Vefsíða þingsins er www.heilbrigdisthing.is þar sem dagskrá þingsins er birt ásamt nánari upplýsingum og formi fyrir skráningu þátttöku. Heilbrigðisþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en mikilvægt er að gestir skrái þátttöku sína á www.heilbrigdisthing.is.
Bein útsending verður frá þinginu með streymi á vefnum www.heilbrigdisthing.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta.
Meðal fyrirlesara verður Prof. em. Göran Herméren frá Svíðþjóð sem hefur varið starfsæfi sinni í umfjöllun um siðferðileg málefni, ekki síst í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði.