Málþing vísindasiðanefndar um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði er haldið í dag 1. apríl.

Vísindasiðanefnd boðar til málþings í Veröld, húsi Vigdísar þann 1. apríl kl. 12:30 – 15:30. Áætlað er að streymt verði beint frá viðburðinum.

Hlekkur á streymi: https://livestream.com/hi/upplystsamthykki

Markmið fundarins er að vekja upp umræðu um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun opna málþingið með ávarpi. Þá koma Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir, Henry Alexander Henrysson heimspekingur, Flóki Ásgeirsson lögmaður, Ingileif Jónsdóttir prófessor og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Salvör Nordal, umboðsmaður barna til með að flytja erindi á fundinum.

Fundarstjóri er Sunna Snædal, formaður vísindasiðanefndar.

Vísindasiðanefnd hvetur alla til að mæta, hlusta og taka þátt í umræðunni!

Dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.

Ávarp heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Upplýst samþykki í sögulegu samhengi. Sigurður Guðmundsson, nefndarmaður í vísindasiðanefnd og fyrrum landlæknir.

Hvað er upplýst samþykki og hvað þýðir að veita samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsókn á heilbrigðissviði? Hvenær er rétt að beita afmörkuðu samþykki og hvenær víðtæku samþykki? Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og nefndarmaður í vísindasiðanefnd.

Upplýst samþykki og lög nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður og nefndarmaður í vísindasiðanefnd.

Víðtækt samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga. Ingileif Jónsdóttir, prófessor og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu ehf.

Börn og upplýst samþykki. Salvör Nordal, heimspekingur og umboðsmaður barna.Paragraph

Hlé.

Pallborðsumræður með frummælendum, fundarstjóra og Þórði Sveinssyni, yfirlögfræðingi Persónuverndar.

Málþingið slitið.