Breyting á umsóknareyðublaði vísindasiðanefndar

Vísindasiðanefnd hefur ákveðið að gera breytingar á umsóknareyðublaði nefndarinnar vegna kynja- og jafnréttissjónarmiða. Breytingarnar má sjá hér neðar í fréttinni.

Þann 15. júní 2021 barst vísindasiðanefnd bréf frá heilbrigðisráðuneytinu. Í bréfinu kom fram að ráðherra hefði fengið skýrsluna „Heilsa og heilbrigðisþjónusta: kynja- og jafnréttissjónarmið“.

Í skýrslunni er bent á að erlendis séu vísbendingar um að konur séu í miklum minnihluta þátttakenda í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, og jafnvel útilokaðar frá þátttöku í klínískum rannsóknum og lyfjarannsóknum. Þá kemur jafnframt fram að kynjaslagsíða í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og innan heilbrigðiskerkerfa viðhaldi og stuðli að kynjamisrétti sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og velferð fólks. Í ljósi þessa sjónarmiða hefur ráðuneytið lagt til að gerðar verði auknar kröfur um kynjasjónarmið í rannsóknum sem njóta styrkja greiddum af almannafé.

Í bréfinu óskar ráðuneytið eftir því að nefndin geri þá kröfu til þeirra sem sækja um leyfi fyrir framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði að gerð sé grein fyrir hlutfalli kynja þátttakenda í innsendum rannsóknaráætlunum.

Vísindasiðanefnd tekur undir þessar tillögur ráðuneytisins og hefur fjallað um breytingar á umsóknareyðublaði nefndarinnar á fundum sínum. Eftir umræðu innan nefndarinnar er þannig lagt til að kafli C-2 í umsóknareyðublaðinu verði með eftirfarandi hætti:

C – 2. Siðfræðileg sjónarmið

Tilgreinið helstu siðfræðilegu álitaefni varðandi rannsóknina, þar með talin jafnréttissjónarmið.

                       

Tilgreinið helstu upplýsingar um kynjahlutföll rannsóknarinnarsem og möguleg kynjuð áhrif rannsóknaráætlunar á framkvæmd og niðurstöður rannsóknarinnar.

                       

Breytingin tekur gildi 24. maí nk.