Allar klínískar lyfjarannsóknir fara um samevrópska gátt innan skamms

Vísindasiðanefnd vekur athygli á þessari frétt á vef Lyfjastofnunar: https://www.lyfjastofnun.is/frettir/allar-kliniskar-lyfjarannsoknir-fara-um-samevropska-gatt-innan-skamms/

Vísindasiðanefnd vekur athygli aðalarannsakenda og bakhjarla fyrirhugaðra klínískra prófana á, að frá og með 31. janúar 2023 er aðeins hægt að sækja um framkvæmd klínískra lyfjaprófana í mönnum á Íslandi í gegnum samevrópsku gáttina CTIS (Clinical trial information system,). Gildir þá einu hvort um sé að ræða prófun sem eingöngu er fyrirhugað framkvæma á Íslandi, eða fjölþjóðlega prófun í fleiri en einu landi EES.