Skipað í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára

Heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nefndin er skipuð frá 1. janúar 2023.

Vísindasiðanefnd er skipuð sjö aðalmönnum og sjö fulltrúum til vara. Skipun nefndarinnar er sem hér segir: 

Aðalmenn

 • Þorvarður J. Löve, skipaður án tilnefningar, formaður
 • Áslaug Einarsdóttir, skipuð án tilnefningar
 • Kári Hólmar Ragnarsson, tilnefndur af forsætisráðuneytinu
 • Helga Ögmundsdóttir, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
 • Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
 • Sveinn Hákon Harðarson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands
 • Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

Varamenn

 • Sigurður Guðmundsson, skipaður án tilnefningar
 • Sigurdís Haraldsdóttir, skipuð án tilnefningar
 • Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu
 • Stefán Baldursson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
 • Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af embætti landlæknis
 • Ólöf Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands
 • Eyja Margrét Brynjarsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands