Vísindasiðanefnd leitar að öflugum sérfræðingi – umsóknarfrestur framlengdur til 27. febrúar nk.

Vísindasiðanefnd leitar að öflugum sérfræðingi í hlutastarf til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu nefndarinnar. Leitað er að traustum og áhugasömum einstaklingi með frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Vísindasiðanefnd hefur það hlutverk að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Nefndin skal taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar.

Helstu verkefni

 • Móttaka og skráning erinda og gagna ásamt almennri svörun erinda.
 • Þátttaka í undirbúningi funda og vinnslu umsókna.
 • Stoðþjónusta við nefndarmenn vísindasiðanefndar.
 • Greiningarvinna og úrvinnsla upplýsinga.
 • Samskipti við ábyrgðarmenn vísindarannsókna á heilbrigðissviði og önnur stjórnvöld.
 • Þátttaka í eftirliti vísindasiðanefndar með vísindarannsóknum á heilbrigðissviði.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði og færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan hátt.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku
 • Góð tölvufærni og þekking á skjalstjórn kostur.
 • Faglegur metnaður, jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknir skulu berast á netfang vísindasiðanefndar vsn@vsn.is

Umsóknarfrestur er til og með 27.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Rögnvaldur G. Gunnarsson, framkvæmdastjóri – rognvaldur.gunnarsson@vsn.is eða í síma 551-7100.