Auglýsing um starf lögfræðings

Vísindasiðanefnd auglýsti í október eftir lögfræðingi á skrifstofu nefndarinnar. Alls bárust 26 umsóknir og þakkar nefndin sérstaklega fyrir sýndan áhuga. Vegna anna á skrifstofu nefndarinnar og hjá nefndarmönnum mun yfirferð á umsóknum dragast örlítið. Við þökkum veittan skilning.

Rögnvaldur G. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri