Eins og glöggir lesendur heimasíðu vísindasiðanefndar hafa tekið eftir þá hefur uppfærsla á „samþykktum verkefnum“ staðið í stað. Það eru ýmsar ástæður fyrir því, en sú allra helsta er að lengi hefur staðið til að uppfæra heimasíðu nefndarinnar. Það mun vonandi klárast snemma á næsta ári.
Á nýju síðunni verða birt samþykkt verkefni ásamt stuttri og einfaldri samantekt á rannsókninni. Í því augnamiði að undirbúa þessa framkvæmd hefur nefndin gert breytingu á umsóknareyðublaði nefndarinnar. Í A-3 í umsóknareyðublaðinu verður nú skylt að skrifa slíka samantekt til birtingar á heimasíðu nefndarinnar.