Nýr framkvæmdastjóri vísindasiðanefndar

Vísindasiðanefnd hefur ráðið Áslaugu Einarsdóttur, lögfræðing, í starf framkvæmdastjóra nefndarinnar og hefur hún tekið til starfa.

Hún tekur við starfinu af Rögnvaldi G. Gunnarssyni sem lét af starfi framkvæmdastjóra núna í byrjun mars. Áslaug er með cand.jur. próf frá frá Háskóla Íslands og MPA gráðu frá Pace University.

Að námi loknu starfaði hún sem lögfræðingur Vinnueftirlitsins. Frá árinu 2007 til 2021 starfaði Áslaug í heilbrigðisráðuneytinu og gegndi meðal annars stöðu skrifstofustjóra. Áslaug tók sæti í Vísindasiðanefnd í janúar 2022 en vék úr nefndinni síðustu mánaðarmót.

Áslaug var færð og ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á grundvelli heimildar í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.