Áríðandi tilkynning til umsækjenda

Skrifstofu Vísindasiðanefndar hefur í dag 3. janúar 20120, borist eftirfarandi bréf varðandi reglugerð 850/2019 sem skyldar rannsakendur til þess að gefa þátttakendum kost á að fá að vita um niðurstöður sem eru mikilvægar fyrir heilsu þeirra:

Tilvísun í mál: HRN19120101

Heilbrigiðisráðuneytið vísar til erindis vísindasiðanefndar, dags. 18. desember sl., þar sem óskað var eftir frestun á gildistöku reglugerðar 850/2019. Erindið barst ráðuneytinu of seint til að hægt væri að fresta gildistöku. Með hjálagðri reglugerð er reglugerð 850/2019 felld úr gildi og mun reglugerðin birtast í dag.

Fyrir hönd heilbrigðisráðherra,
Þórunn Oddný Steinsdóttir
 

Umsóknareyðublaðinu verður aftur breytt til fyrra horfs 6. janúar 2020.