Tegundir umsókna

Umsækjendur athugið: Sækið umsóknareyðublaðið undir flipanum Almenn rannsókn. Fullbúin umsókn, þ.e. ásamt öllum fylgiskjölum sendist Vísindasiðanefnd með sendihnappnum á lokasíðu á umsóknareyðublaðinu. Fullbúin umsókn fer til umfjöllunar hjá Persónuvernd, sem skv. lögum hefur 10 virka daga til þess að ákveða frekari athugun. Telji Persónuvernd ástæðu til að taka umsókn til frekari athugunar frestast afgreiðsla Vísindasiðanefndar sem því nemur. Einungis er hægt að sækja um með rafrænum hætti. Umsækjendur þurfa ekki að sækja sérstaklega um heimild Persónuverndar.

Svör við athugasemdum nefndarinnar skal senda á tölvupóstfang nefndarinnar vsn@vsn.is 

Almenn rannsóknFyrir þessar rannsóknir skal nota eyðublað fyrir Almenna rannsókn  

Almennar rannsóknir skiptast í tvo flokka:

a)  Vísindarannsókn á mönnum þar sem einstaklingur tekur virkan þátt, svo sem með því að gangast undir rannsókn, gefa sýni eða veita upplýsingar vegna rannsóknarinnar.

b)  Gagnarannsókn (aftursæ rannsókn): þar sem notuð eru fyrirliggjandi heilbrigðisgögn. Einstaklingur sem upplýsingar eða gögn stafa frá tekur ekki virkan þátt í rannsókninni. 

Umsókn um viðbót við þegar heimilaða almenna rannsókn skal gera með tölvupósti til nefndarinnar þar sem fram komi númer og heiti umsóknar og breytingum lýst. Umsókn um viðbót skal berast frá ábyrgðarmanni rannsóknarinnar.

Lyfjarannsókn: Notið eyðublað fyrir Klíníska lyfjarannsókn . Rannsókn á lyfi í þeim tilgangi að afla þekkingar eða staðfesta þekkingu á verkun, milliverkun, aukaverkun, lyfjahvörfum eða rannsaka lækningalegt gildi kallast lyfjarannsókn. Umsókn um viðbót skal einnig gerð á þessu eyðublaði.