Lög og reglur
Hér eru upplýsingar um lög og reglugerðir, með áorðnum breytingum, sem varða vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.



-
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gilda að svo miklu leyti sem annað er ekki ákveðið í lögum nr. 44/2014. Um persónuvernd og meðferð gagna gilda eftirtalin lög og reglugerðir: Lög nr. 90/2018 rg. 170/2001, rg. 918/2001, rg. 340/2003, rg. 435/2003, rg. 698/2004, rg. 712/2008, rg. 1100/2008, augl. 228/2010).
-
Um aðgang að heilbrigðisskrám sem landlæknir heldur fer samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu (lög nr. 41/2007).
-
Um aðgang að lífsýnum sem varðveitt eru í lífsýnasöfnum og um aðgang að upplýsingum í söfnum heilbrigðisupplýsinga fer samkvæmt lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga (lög nr. 110/2000, með áorðnum breytingum).
-
Um notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna gilda ákvæði laga um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna (lög nr. 55/1996, rg. 144/2009).
-
Lög um sjúkraskrár (lög nr. 55/2009)
-
Um þau atriði sem ekki er kveðið á um í fyrrgreindum lögum gilda lög nr. 44/2014 til fyllingar eftir því sem við á.
-
Reglugerð um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði, nr. 520/2018
-
Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um aðgang að heilbrigðisgögnum, nr. 578/2018
-
Reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar nr. 155/2019