Viðmið

Viðmið

Um starfsemi VSN gilda lög nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Ýmis lög hafa áhrif á starfsemina og eru þau helstu:

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr. 90/2018) gilda að svo miklu leyti sem annað er ekki ákveðið í lögum nr. 44/2014. Um aðgang að heilbrigðisskrám sem landlæknir heldur fer að lögum um landlækni og lýðheilsu (nr. 41/2007) Um aðgang að lífsýnum sem varðveitt eru í lífsýnasöfnum og um aðgang að gögnum í söfnum heilbrigðisupplýsinga fer að lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga (nr. 110/2000, með áorðnum breytingum). Um notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna gilda ákvæði laga nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Um þau atriði sem ekki er kveðið á um í fyrrgreindum lögum gilda lög nr. 44/2014 til fyllingar eftir því sem við á. Önnur mikilvæg lög eru upplýsingalög og  stjórnsýslulög.

Alþjóðasamþykktir móta starfshætti og viðmið VSN að verulegu leyti. Þetta er eðlilegt m.a. vegna umfangsmikillar alþjóðlegrar samvinnu sem íslenskir heilbrigðisvísindamenn taka þátt í.