Alþjóðasamþykktir eru af ýmsum toga og eru mismikið formlega bindandi. Sumar samþykktir eru til orðnar að frumkvæði starfsgreina (Helsinki-samþykkt alþjóðasamtaka lækna), samþykktir sem ríki eiga aðild að en ákvæðin eru lítt bindandi (CIOMS, UNESCO og Evrópuráðið) og svo enn aðrar sem líta ber á sem lög eða ígildi þeirra (t.d. tilskipanir og einkum reglugerðir Evrópusambandsins).

Áhrif alþjóðasamþykkta birtast með skýrum hætti í lagasetningu einstakra landa, við ákvarðanir um birtingu greina í fræðiritum og í kröfum sem gerðar eru til aðila sem vilja taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi á heilbrigðissviði.

Helsinki yfirlýsingin

Helsinki yfirlýsingin varð til í kjölfar umræðna innan Alþjóðasamtaka lækna (WMA). Fyrsta útgáfa hennar var samþykkt á fundi í Helsinki árið 1964. Yfirlýsingin náði þegar mikilli útbreiðslu og liggur til grundvallar siðfræðiumræðu heilbrigðisstétta og skyldra starfsgreina allar götur síðan. Yfirlýsingarinnar gætir í lögum og reglum fjölmargra þjóða. Nýjasta útgáfan var samþykkt á fundi WMA í Brasilíu í september 2013.

Ensk útgáfa: Sækja

Íslensk þýðing (útgáfan frá 2008): Sækja

 

Leiðbeiningar Evrópuráðsins

Á Lífsiðfræðisíðu Evrópuráðsins er fjölbreytt efni um vísindasiðfræði á heilbrigðissviði, m.a. Oviedo-samþykktin og fleiri samþykktir og tilmæli varðandi notkun lífvísinda í læknisfræðilegum tilgangi. Íslendingar hafa undirritað flestar þessar samþykktir.

Hér er slóð að Vegvísi fyrir siðanefndir í rannsóknum. Þetta er rit sem samið var að tilhlutan Stýrinefndar Evrópuráðsins í lífsiðfræði (CDBI) og var samþykkt af nefndinni í desember 2010.

Evrópuráðið er vettvangur fjölmargra ríkja þar sem siðfræðiumræða er komin bæði mun lengra en einnig skemmra á veg en hér á landi og því eru í skjalinu ýmis atriði sem ekki eiga við hér. Ritið er gagnlegt þeim sem sitja í siðanefndum sem fjalla um rannsóknir og þeim sem stunda rannsóknir eða áforma vísindarannsóknir á heilbrigðissviði með þátttöku fólks.

CIOMS

Council for International Organizations of Medical Sciences (CIOMS) er alþjóðlegt samstarf utan opinberra stofnana (NGO, non-profit). CIOMS var stofnað sameiginlega af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og UNESCO árið 1949.

CIOMS þjónar hagsmunum lífvísinda og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að innleiða siðfræðileg viðmið og leiðbeiningar í rannsóknum. Þær fjalla m.a. um upplýst samþykki og notkun þess, viðmið fyrir eftirlit utanaðkomandi aðila með framkvæmd rannsókna, hvernig aflað er þátttakenda í rannsóknir ofl. Leiðbeiningarnar eru almennar og byggja á meginreglum siðfræði í lífvísindum.

International Ethical Guidelines for Biomedical Research Involving Human Subjects“ eru stundum kallaðar CIOMS leiðbeiningarnar voru endurútgefnar 2016

UNESCO

Universal Declaration of Bioethics and Human Rights (2005) Sækja 

International Declaration of Human Genetic Data (2003): Sækja

Universal Declaration of Human Genome and Human Rights (1997): Sækja

 

Góðir starfshættir í rannsóknum

Í ritinu er að finna mikið efni sem tekið var saman af Sænska vísindaráðinu og á það við verklag í rannsóknum í flestum löndum. Þýðingin sem hér  fylgir er byggð á endurskoðun þessarar útgáfu frá 2017 og staðfærð að íslenskum aðstæðum.