Viðmið



Gæðaverkefni
Gæðaverkefni þurfa hvorki leyfi VSN eða siðanefndar.
Gæðaverkefni eru margvísleg, en almennt gildir að:
a) Gæðaverkefni felur í sér upplýsingaöflun sem er forsenda umbóta. Upplýsingaöflun getur verið af ýmsum toga s.s. með viðtölum, könnunum, notkun rýnihópa, úttektum og notkun árangursmælikvarða s.s. gæðavísa. Upplýsingarnar geta þar með komið frá sjúklingum, aðstandendum og starfsmönnum beint, úr gagnagrunnum eða úr sjúkraskrám. Við upplýsingaöflun og úrvinnslu er viðurkenndri aðferðafræði fylgt.
b) Gæðaverkefni er unnið af starfsmönnum heilbrigðisstofnunar eða á vegum hennar, með samþykki stjórnenda og samkvæmt verkefnislýsingu. Slík verkefni eru þáttur í sífelldu umbótastarfi á þjónustu stofnunar/sérgreinar hvort heldur litið er til hennar frá sjónarhóli sjúklings, fagaðila eða stjórnanda.
c) Gæðaverkefni miðar einvörðungu að umbótum innan stofnunar.
Niðurstöður gæðaverkefna má nota við samanburðargreiningu (benchmarking) og sem dæmi um notkun aðferða innan heilbrigðisþjónustunnar.
d) Við vinnslu gæðaverkefna geta orðið til gögn, sem hægt er að nýta síðar til fræðilegrar úrvinnslu til að afla nýrrar þekkingar sem áformað er að birta. Þá er um að ræða vísindarannsókn á fyrirliggjandi gögnum, sem er leyfisskyld.