Viðmið

Rannsóknir & gögn

Gögn sem eru notuð í vísindarannsókn á heilbrigðissviði eru af mismunandi toga og iðulega nota rannsakendur fleiri en eina tegund gagna. Með gögnum er átt við t.d. sjúkraskrárupplýsingar, lífsýni (sem annað hvort eru tiltæk eða þátttakandi lætur af hendi) og upplýsingar sem þátttakandi veitir með viðtölum, svörum við spurningum eða prófum sem lögð eru fyrirþátttakanda. Loks eru einnig notaðar upplýsingar úr skrám sem haldnar eru t.d. á ábyrgð Embættis landlæknis eða annarra skráarhaldara.