Viðmið

Tryggingar í vísindarannsókn

Samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar eiga þeir sem gangast undir læknisfræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdómsgreiningu eða meðferð á sjúkdómi sama rétt og sjúklingar. Bætur greiðast hins vegar ekki samkvæmt þeim lögum ef rekja má tjón til eiginleika lyfs sem notað er við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Í þeim tilvikum er gerð krafa um að rannsakendur kaupi sérstaka tryggingu fyrir þátttakendur.

Áður en Vísindasiðanefnd eða önnur siðanefnd heimilar rannsókn er gengið úr skugga um, svo sem við á, að tryggingar vegna þátttakenda uppfylli kröfur nefndarinnar eða að skýrt komi fram í hverju tryggingaverndin felst. Siðanefndir gera kröfur um tryggingar fyrir þátttakendur sem tryggja þeim skaðleysi hvort sem mistök eru gerð eða ef slys verða. Þátttakendur eiga einnig rétt á tryggingum gegn tjóni sem þeir kynnu að verða fyrir án þess að einhver sem rannsókninni tengist eigi sök á því.

Falli viðfangsefni rannsóknarinnar utan við gildissvið sjúklingatryggingar skal rannsakandi í flestum tilvikum kaupa sérstaka tryggingu. Um tryggingarmálin fást nánari upplýsingar hjá ábyrgðarmanni rannsóknarinnar. Sértu í vafa geturðu snúið þér siðanefndar sem heimilað hefur rannsóknina.